Nýjast á Local Suðurnes

Frábær seinni hálfleikur gefur Keflavík líflínu

Keflavík nældi sér í líflínu í einvíginu gegn Tindastólsmönnum í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, en liðið minnkaði muninn í einvíginu í 2-1, með öruggum 95-71 sigri í TM-Höllinni í kvöld.

Það voru Stólrnir sem byrjuðu betur og höfðu sex stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 25-31. Keflvíkingar unnu svo þann næsta 24-18 og jöfnuðu leikinn, 49-49.

Keflvíkingar lögðu svo grunninn að sigrinum strax í upphafi þriðja leikhluta með sannkallaðri 3ja stiga sýningu, en þeir komust í 60-49 áður en Stólarnir komust á blað. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 76-63 heimamönnum í vil.

Stólarnir reyndu hvað þeir gátu til að komast inn í leikinn á ný en Keflvíkingar héldu þessa rimmu út og höfðu 95-71 sigur, sem tryggir þeim að minnsta kosti einn leik til viðbótar.

Jerome Hill var frábær í leiknum, skoraði 28 stig og tók 21 frákast, þá átti Magnús Már Traustason einnig mj-g góðan leik en hann skoraði 24 stig. Val­ur Orri Vals­son skoraði 17.