Nýjast á Local Suðurnes

Ákærður fyrir að aka á 192 km hraða undir áhrifum amfetamíns

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur rúmlega fertugum karlmanni fyrir ofsaakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu, en greint er frá þessu á vef DV.

Í ákærunni kemur fram að lögregla hafi mælt bifreið mannsins, sem er af gerðinni BMW 5 530E, á Reykjanesbraut, skammt frá Grindavíkurvegi, á 192 kílómetra hraða. Leyfður hámarkshraði á þeim kafla er 90 kílómetrar á klukkustund.

Þá kemur fram í ákæru að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna, en í blóði hans mældist meðal annars amfetamín.