Nýjast á Local Suðurnes

Hafa haft afskipti af yfir 400 ökumönnum á tveimur vikum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað yfir 400 ökumenn að undanförnu, en nú stendur yfir svokallað aðventueftirlit lögreglunnar.

Um helgina voru höfð afskipti af 206 ökumönnum. Tveir ökumenn reyndust aka undir áhrifum fíkniefna og einn undir áhrifum áfengis. Nokkrir ökumenn fengu áminningu þar sem þeir gátu ekki framvísað ökuskírteini. Helgina þar á undan voru um 200 ökumenn stöðvaðir og reyndust 4 vera undir áhrifum fíkniefna og einn ölvaður.

Samtals hefur lögregla því haft afskipti af rúmlega 400 ökumönnum síðustu misserin.