Grindavíkurvegur lokaður vegna umferðarslyss
Grindavíkurvegur er lokaður vegna alvarlegs umferðaslyss rétt norðan við Bláa lónið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
„Grindavíkurvegur er lokaður vegna alvarlegs umferðaslyss rétt norðan við Bláa lónið. Grindavíkurvegur rétt norðan við afleggjarann að Bláa Lóninu er lokaður vegna umferðarslyss. Að svo stöddu er ekki vitað hvað lokunin varir lengi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkyningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra fyrir hönd lögreglunnar á Suðurnesjum, sem birt er á mbl.is.
Uppfært kl. 11:45:
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð árekstur tveggja bíla á veginum með þremur innanborðs og eftir því sem fréttastofa Vísis kemst næst eru tveir þungt haldnir. Grindavíkurvegur er enn lokaður.
Uppfært kl. 9:45:
RÚV hefur eftir vegfarendum sem lögregla hefur rætt við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Þá hefur fréttastofa eftir lögreglu að allur tiltækur mannskapur sé á vettvangi og að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.