Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurvegur lokaður vegna umferðarslyss

Grinda­vík­ur­veg­ur er lokaður vegna al­var­legs um­ferðaslyss rétt norðan við Bláa lónið, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lögreglu.

„Grinda­vík­ur­veg­ur er lokaður vegna al­var­legs um­ferðaslyss rétt norðan við Bláa lónið. Grinda­vík­ur­veg­ur rétt norðan við af­leggj­ar­ann að Bláa Lón­inu er lokaður vegna um­ferðarslyss. Að svo stöddu er ekki vitað hvað lok­un­in var­ir lengi og ekki er hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu,“ seg­ir í til­kyn­ingu frá fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra fyr­ir hönd lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, sem birt er á mbl.is.

Uppfært kl. 11:45:

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð árekstur tveggja bíla á veginum með þremur innanborðs og eftir því sem fréttastofa Vísis kemst næst eru tveir þungt haldnir. Grindavíkurvegur er enn lokaður.

Uppfært kl. 9:45:

RÚV hefur eftir vegfarendum sem lögregla hefur rætt við að vegurinn verði lokaður í að minnsta kosti tvær klukkustundir. Þá hefur fréttastofa eftir lögreglu að allur tiltækur mannskapur sé á vettvangi og að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.