Nýjast á Local Suðurnes

Björn Ingi kaupir Reykjanesið

Ritstjórinn veit ekki hvað nýr eigandi hyggst gera

Vefpressan, fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, hefur keypt útgáfuna Fótspor, sem gaf út fjölda vikublaða, þar á meðal gaf fyrirtækið út Reykjanes, blað sem komið hefur út hálfsmánaðarlega og verið dreift ókeypis í öll hús á Suðurnesjum.

Auglýsing: Viltu vita hvað þessi auglýsing kostar?

sigurdur jonsson ritstj reykjanes

Sigurður Jónsson ritstjóri Reykjaness

“Ég veit ekki hvert framhaldið verður. Það kom mér algjörlega á óvart að Fótspor hætti sinni útgáfu. Ég var byrjaður að undirbúa næsta blað sem koma átti út 13.ágúst. Veit ekki hvað nýr eigandi Fóspor hyggst fyrir varðandi Reykjanes.” Sagði Sigurður Jónsson ritstjóri Reykjaness í samtali við Local Suðurnes.

Reykjanes kom fyrst út í desember 2011 og hefur Sigurður verið ritstjóri blaðsins frá upphafi.

Í gær greindi Björn Þorláksson, ritstjóri Vikublaðsins Akureyri, frá því á Facebook-síðu sinni að útgáfu blaðsins yrði hætt.