Nýjast á Local Suðurnes

Lögðu fram 332 undirskriftir og hugmyndir að úrbótum vegna hraðaksturs

Hópur íbúa í Grindavík lagði fram beiðni fyrir bæjarráð Grindavíkur um hraðatakmarkandi aðgerðir á Gerðavöllum og í nágrenni, 332 aðilar rituðu nafn sitt undir beiðnina. Á undirskriftarblöðunum segir að á einu ári hafi það tvisvar sinnum gerst að ekið hafi verið á barn á svæðinu. Beiðninni fylgdu hugmyndir að úrbótum

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum á dögunum og vísaði erindinu til skipulagsnefndar sem mun leggja fram tillögu að útfærslu á hraðatakmarkandi aðgerðum á Gerðavöllum fyrir júnílok.