Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar semur við Keflavík

Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Ólafsson hefur samið við Keflvíkinga og mun leika með þeim á næsta tímabili. Gunnar er 24 ára framherji, sem síðustu 3 ár hefur leikið með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum.

Frá þessu greinir Karfan.is. Áður en að Gunnar hélt út til náms lék hann síðast með Keflavík árið 2014, en þá skilaði hann 8 stigum og 3 fráköstum á 22 mínútum spiluðum að meðaltali í leik. Þá hefur Gunnar verið í kringum íslenska A landsliðið á síðustu árum, en í fyrra lék hann 5 leiki fyrir liðið.