Nýjast á Local Suðurnes

Dagur Kár Jónsson til Grindavíkur

Körfuknattleiksmaðurinn Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða fyrir Grindavík en Dagur er einn af efnilegustu bakvörðum landsins og mun án vafa reynast Grindvíkingum mikill liðsstyrkur.

Dagur lék í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur með St. Francis háskólanum en á Íslandi lék hann síðast með Stjörnunni þar sem hann var að skora rúm 17 stig að meðaltali í leik og gefa tæpar 4 stoðsendingar.