Nýjast á Local Suðurnes

Vilja byggja fjölbýlishús í Grindavík – Vöntun á minni íbúðum

Verktaktafyrirtækið Grindin í Grindavík óskaði á síðasta fundi skipulagsnefndar Grindavikurbæjar eftir byggingarleyfi fyrir 23. íbúða fjölbýlishúsi við Stamphólsveg 5.  Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að byggingaráformin verði samþykkt og byggingarleyfi gefið út af byggingarfulltrúa þegar fullnægjandi hönnunargögn hafa borist. Þetta kemur fram á Grindavik.net.

Mikil vöntun hefur verið á húsnæði í Grindavík, og sérstaklega minni íbúðum sem eru undir 90 fm. Grindin hefur byggt mikið af fasteignum í Grindavík, sem dæmi Hópskóli, Fjölbýlið að Suðurhópi 1 og viðbyggingu á grunnskólanu við Ásabraut.