Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már aftur valinn leikmaður vikunnar í SSC-deildinni

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var valinn leikmaður vikunnar í bandarísku SSC háskóladeildinni, eftir leiki vikunnar, en þetta er önnur vikan í röð sem hann hlýtur þessi verðlaun og í annað skiptið á þeim þremur árum sem hann hefur leikið í háskóladeildinni í Bandaríkjunum.

Elvar Már hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum að undanförnu fyrir lið sitt, Barry, en hann skoraði 23 stig og átti 12 stoðsendingar í sigri á Saint Leo um helgina.

Farið er fögrum orðum um Elvar Má á heimasíðu íþróttadeildar Barry háskóla, en þar kemur meðal annars fram að Njarðvíkingurinn ungi hafi verið með 52% skotnýtingu og 90% nýtingu af vítalínunni í síðustu tveimur leikjum liðsins.