Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurbær getur ekki þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd

Grindavíkurbær getur ekki orðið við ósk Útlendingastofnunnar um að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd, en stofnunin óskaði á dögunum eftir afstöðu bæjarráðs sveitarfélagsins til þess að gera þjónustusamning við stofnunina vegna málaflokksins.

Töluverð umræða hefur skapast um aðbúnað umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi í kjölfar mótmæla þeirra undanfarið, en aðbúnaður á Ásbrú er á meðal þess sem hópurinn krefst að verði bættur. Lítill áhugi virðist verða á meðal sveitarfélaga að sinna þessum málaflokki, en Velferðarráð Reykjanesbæjar óskaði eftir fundi með fulltrúum dómsmálaráðuneytis vegna málsins á dögunum.

Bæjarráð Grindavíkurbæjar tók ósk Útlendingastofnunnar til umræðu á síðasta fundi sínum og getur ekki orðið við erindinu.