Nýjast á Local Suðurnes

350 milljóna króna munur á hæsta og lægsta boði í gerð sjóvarna á Vatnsleysuströnd

Tilboð voru opnuð þann 13. desember í verkið Vatnsleysuströnd, sjóvarnir, en um er að ræða gerð sjóvarna norðan við Marargötu í Vogum og í Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd.

Athygli vakti að munur á hæsta og lægsta boði í verkið var 2225,3% – Lægsta boð, frá verktakafyrirtækinu Óskaverk ehf. hljóðaði upp á kr. 14.999.999, en hæsta boð frá Príma verktökum hljóðaði upp á kr. 367.310.500. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á kr. 16.505.900.