Nýjast á Local Suðurnes

Herþotur tengjast ekki stríðinu í Úkraínu

Þung­vopnaðar herþotur sem flugu yfir byggðina í Reykja­nes­bæ og lentu svo á Kefla­vík­ur­flug­velli síðdeg­is í dag tengj­ast ekki styrj­öld­inni í Úkraínu.

Frá þessu er greint á vef mbl.is, en þar segir að um sé að ræða banda­rísk­ar orr­ustuþotur og eldsneytis­vél­ar sem milli­lenda á Íslandi vegna þátt­töku í æf­ingu í Evr­ópu.

Æfing­in var skipu­lögð fyr­ir um fjór­um mánuðum síðan og koma vél­anna teng­ist því ekki hernaði í Úkraínu, er haft eftir Sveini Guðmars­syni, upp­lýs­inga­full­trúa ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Vél­arn­ar munu verða hér á landi í tvo sól­ar­hringa vegna kjara­samn­ings­bund­inn­ar hvíld­ar áhafn­ar.