Nýjast á Local Suðurnes

Lýsi hættir samstarfi við Grindavík í fótboltanum

Lýsi hf. mun ekki verða aðal styrktaraðili Grindvíkinga í knattspyrnu á næsta keppnistímabili, en fyrirtækið hefur verið einn helsti bakhjarl knattspyrnudeildarinnar í rúma þrjá áratugi. Heimildir Suðurnes.net herma að ástæða þess að fyrirtækið hætti samstarfi við knattspyrnudeildina sé sú að fyrirtækið sé hvorki með starfssemi í Grindavík, né fái þaðan hráefni um þessar mundir.

Lýsis-merkið hefur verið framan á búningum Grindvíkinga undanfarna áratugi, en um er að ræða eitt lengsta samstarf fyrirtækis og knattspyrnuliðs hér á landi og þó víðar væri leitað.