Nýjast á Local Suðurnes

Kristinn orðaður við Njarðvík

Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur verið orðaður við Njarðvík hér á landi, en hann hefur ákveðið að hætta að spila með háskólaliði Marist í Bandaríkjunum þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar kemur fram að hann hafi verið lykilmaður í liði Marist á fyrsta ári sínu og var með 8,7 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst. Hann var með 4,4 stig og 2,6 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili.