Nýjast á Local Suðurnes

Birta upplýsingar um launakjör vegna nefndasetu á netinu

Bæjarráð Grindavíkurbæjar samþykkti tillögu þess efnis að launakjör bæjarfulltrúa og launakjör þeirra sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum bæjarins verði birt á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi ráðsins í gær og var sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að falið að útfæra tillöguna.