Nýjast á Local Suðurnes

Tveir sviptir ökuréttindum á staðnum þegar lögregla hraðamældi á Ásbrú

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Tveir ökumenn voru sviptir ökuréttindum á staðnum þegar lögregla var við hraðamælingar á Ásbrú í dag. Alls voru 18 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur.

Fylgst var sérstaklega með umferð um Skógarbraut, en þar er meðal annars leikskóli og íbúðabyggð. Á svæðinu gildir 30 km hámarkshraði. Alls voru 18 ökumenn stöðvaðir og kærðir fyrir of hraðan akstur. Af þeim voru tveir sviptir ökuréttindum á staðnum, en þeir óku á 64 og 66 km hraða. Þá voru aðrir tveir einnig grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Flestir þeirra sem voru kærðir voru ýmist íbúar á svæðinu eða foreldrar að sækja börn í leikskóla. Þessi niðurstaða er algjörlega óviðunandi og eru ökumenn minntir á að virða reglur um hámarkshraða. Lögreglan á Suðurnesjum mun halda uppi frekara eftirliti við skóla og leikskóla á næstunni.