Nýjast á Local Suðurnes

Gátu ekki lent í Keflavík vegna slæms skyggnis

Myndin tengist fréttinni ekki

Tvær flugvélar frá WOW-air og ein frá Icelandair þurftu að lenda á Egilsstöðum í gær vegna lélegs skyggnis í Keflavík.

Þá hætti að minnsta kosti ein erlend vél við að lenda í Keflavík og lenti í Skotlandi. Vélar WOW og Icelandair biðu um stund á Eg­ils­stöðum og var svo snúið aft­ur til Kefla­vík­ur þar sem þær gátu lent þegar skyggni var orðið betra.