Nýjast á Local Suðurnes

Íþróttafélög hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu

Íþróttafélögin á Suðurnesjum eru farin að finna fyrir áhrifum samkomubanns, en allar æfingar og keppnir hafa verið blásnar af eins og öllum ætti að vera kunnugt.

Þannig hefur Fræðslusvið Reykjanesbæjar haft veður af því að forsvarsmenn íþróttafélaga hafi áhyggjur af stöðunni. Tekjur af úrslitakeppninni í körfuknattleik hefur til að mynda verið ein helsta tekjulind körfuknattleiksdeildanna auk þess sem niðurfelling Nettómótsins hefur mikil áhrif á starfsemi yngri flokka félaganna.

Félögunum er hrósað í nýjustu fundargerð Neyðarstjórnar sveitarfélagsins, en þar er greint frá málinu. Tekið er fram að hreyfingin sé að vinna frábært starf víðs vegar til að halda börnum og unglingum í virkni.

Þá kemur fram að tími lokana í íþróttamannvirkjum sé nýttur til viðhalds.