Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir vinnuslys í Reykjanesbæ

Alvarlegt vinnuslys varð um hádegisbilið í dag þegar starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja klemmdist í vinnuvél og var fluttur á Landspítalann í lögreglufylgd samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Á vef Vísis kemur fram að Lögreglan á Suðurnesjum sé enn að störfum á vettvangi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.