Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Reykjanesbraut – Sofnaði undir stýri

Ökumaður velti um helgina bifreið sinni þegar hann sofnaði undir stýri, að eigin sögn. Óhappið varð á Reykjanesbraut vestan við Grindavíkurveg.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumaðurinn hafi verið einn í bifreiðinni og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann reyndist ómeiddur en talsvert lerkaður eftir veltuna. Bifreiðin var mikið skemmd og þurfti dráttarbifreið til að fjarlægja hana af vettvangi.