Nýjast á Local Suðurnes

Fótbrotnaði í fjórhjólaslysi

Myndin tengist fréttinni ekki neitt nema að því leiti að á henni er fjórhjól

Erlend kona slasaðist um hvítasunnuhelgina þegar fjórhjól,  sem hún ók eftir malarslóða við borholuna í Eldvörpum á Reykjanesi valt. Konan var í hópi ferðafólks sem var með leiðsögumann.

Lögreglan á Suðurnesjum fór á staðinn og kom þá í ljós að konan virtist hafa misst vald á fjórhjólinu þegar hún var að aka niður aflíðandi brekku. Að sögn virtist hún hafa ekið of utanlega í vegabrún með þeim afleiðingum að hjólið valt og hún kastaðist af því. Sjúkralið var kallað á vettvang og virtist allt benda til að konan hefði fótbrotnað við óhappið. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.