Keflvíkingar fá lánsmann frá Noregi – Hefur leikið 72 mínútur á tímabilinu
Keflavík hefur fengið norska framherjann Martin Hummervoll á láni frá Viking í Noregi en 433.is greinir frá þessu í dag. Hummervoll hefur leikið fjóra leiki með yngri landsliðum Noregs, hann á auk þess að baki nokkra leiki með liði Viking í deild og bikar og hefur skorað í þeim eitt mark, hann hefur þó einungis leikið 72 mínútur í fyrstu 16 leikjum Viking á yfirstandandi tímabili.
Hinn 19 ára gamli Martin kemur til landsins á morgun og mun leika með liðinu út tímablið.
Keflvíkingar sem eru í neðsta sæti Pepsí-deildarinnar fengu á dögunum varnarmanninn Farid Zato og sóknarmanninn Chukwudi “Chuck” Chijindu í sínar raðir, taka á móti FH-ingum, sem eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, á Nettóvellinum þann 28. júlí næstkomandi.