Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara í áttunda sæti eftir fyrstu grein – Efst af Íslensku keppendunum

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 8. sæti eftir fyrstu grein Heimsleikanna í crossfit sem nú fara fram í Kaliforníu, Sara er þar með efst af stúlkunum sem koma frá Íslandi en Annie Mist Þórisdóttir, sem sigrað hefur tvisvar á heimsleikunum er í 13. sæti.

Eitthvað hafa skolast til tímasetningarnar sem við birtum í morgun og biðjumst við velvirðingar á því en keppnin er enn í fullum gangi og er Björgvin Karl Guðmundsson núna að keppa. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á heimasíðu leikanna.