Nýjast á Local Suðurnes

Fluttur á HSS eftir að hafa slasast við að lagfæra leguhringi

Vinnuslys varð í vikunni um borð í bát þegar verið var að lagfæra leguhringi. Sá sem að því vann missti slípirokk með þeim afleiðingum að hann fékk djúpan skurð í fingur.

Maðurinn var fluttur í fyrstu höfn, sem var Keflavíkurhöfn. Þar biðu hans sjúkraflutningamenn sem hlúðu að honum og fluttu hann síðan á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.