Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Örlygsson hættir sem formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur

Gunnar Örlygsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Kkd. Njarðvíkur eftir að tímabilinu lýkur, þá hefur varaformaður deildarinnar, Bjarki Már Viðarsson einnig ákveðið að stíga til hliðar. Kosin verður ný stjórn á aðalfundi Körfuknattleiksdeildarinnar sem verður haldinn þann 20. febrúar næstkomandi.

Þá kemur fram í tilkynningu frá félaginu að tekist hafi að auka auglýsingatekjur deildarinnar til muna enda hafi fjöldinn allur af nýjum styrktar- og samstarfsaðilum komið að starfi félagsins að undanförnu.

“Þessir aðilar og ekki síst allir hinir, sem staðið hafa vaktina lengi med klúbbnum, eiga miklar þakkir skildar. Án slíkrar aðstoðar væri fèlagið veikt.” Segir í tilkynningunni