Nýjast á Local Suðurnes

Allir Íslendingarnir áfram hjá Keflavík

Magnús Már Traustason hefur framlengt samning sínum við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun því leika áfram með liðinu næstu tvö árin.

“Keflvíkingar geta fagnað þessu enda hefur Magnús vaxið mjög mikið frá því hann gekk til liðs við Keflavík og er orðinn einn af lykilmönnum liðsins.” Segir í tilkynningu frá Keflvíkingum.

Einnig er staðfest í tilkynningunni að allir íslenskir leikmenn Keflavíkurliðsins frá síðasta tímabili verða áfram í herbúðum liðsins næsta vetur.