Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi á meðallaunum

Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, fær rúmlega 438 þúsund dollara á ári eða tæplega 57,9 milljónir íslenskra króna í laun hjá bandaríska knattspyrnuliðinu New England Revolutions. Launalisti MLS-deildarinnar var gefinn út í nótt. Fréttablaðið greinir frá.

Arnór Ingvi gekk til liðs við Revolutions á síðasta ári og hefur leikið 31 leiki fyrir félagið og skorað í þeim tvö mörk. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum en félagið getur framlengt um eitt ár.