Nýjast á Local Suðurnes

Varamaðurinn tryggði Njarðvíkingum stig

Njarðvíkingar og Völsungur skildu jöfn á Njarðtaksvellinum í dag, bæði lið skoruðu tvö mörk. Völsungar hófu leikinn af krafti og skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik, það fyrra á 19. mínútu og það síðara á 37. mínútu.

Njarðvíkingar léku með vindinn í bakið í síðari hálfleik og voru öflugri í sínum sóknaraðgerðum, þeir náðu þó ekki að skora fyrr en á 63. mínútu, en þá náði Theodór Guðni að minnka muninn eftir að hafa komist inn fyrir vörnina og sett hann framhjá markverðinum, þá nýkominn inná. Hann var svo aftur á ferðinni á 77. mínútu og bjargaði dýrmætu stigi fyrir Njarðvíkinga.