Nýjast á Local Suðurnes

Tvö mörk í uppbótartíma tryggðu Keflavík sigur gegn Haukum

Keflavík komst yfir snemma í síðari hálfleik þegar Einar Orri Einarsson skoraði gegn Haukum á 51. mínútu í leik liðanna í Lengjubikarnum í knattspyrnu, en Haukar jöfnuðu tuttugu mínútum síðar.

Það virtist stefna í jafntefli en Keflvíkingar skoruðu tvö mörk í uppbótatíma, Ísak Óli Ólafsson skoraði fyrst og Jeppe Hansen bætti við áður en yfir lauk.

Keflavík er með sjö stig eftir fjóra leiki, en Stjarnan er á toppi riðilsins með níu stig.