Nýjast á Local Suðurnes

Ástrós og Ágúst Taekwondomenn ársins

Ástrós Brynjarsdóttir og Ágúst Kristinn Eðvarðsson voru á dögunum valin Taekwondo keppendur ársins hjá Keflavík, valið þarf ekki að koma neinum á óvar enda áttu þau bæði frábært ár í íþróttinni.

Þau fylltu vel á verðlaunaskápa félagsins en þau unnu meðal annars þrjá Norðurlandatitla, þrjá Íslandsmeistaratitla, sex sinnum voru þau valin keppendur mótsins, unnu Evrópumedalíu, 19 alþjóðleg verðlaun, þrjú Evrópumót,  heimsmeistaramót og til nýrrar svartbeltisgráðu ásamt því að vera ósigruð á Íslandi í bardaga á árinu.