Nýjast á Local Suðurnes

Sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur leikur til úrslita í bikarnum

Sameinað lið Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu leikur til úrslita gegn Fjölni í Bikarkeppni 2. flokks, leikið verður á Nettóvellinum á þriðjudag klukkan 16. Á leið liðsins í úrslitaleikinn voru Haukar lagðir að velli 1 – 3 og Breiðablik 1 – 2. Keppni í A deild Íslandsmótsins lauk í síðustu viku og endaði liði þar í 5. sæti í 10 liða deild.

Keppni í Íslandsmóti B liða lýkur í vikunni, Keflavík/Njarðvík sendi tvö lið til keppni og léku þau í sitthvorum riðli. Í A riðli og B riðli og enduðu bæði liðin sem sigurvegarar. Litlu munaði að liðin léku til úrslita í keppninni, en í 4 liða úrslitakeppni sigraði Keflavík/Njarðvík – HK/Ýmí 4 – 3 en Keflavík/Njarðvík2 tapaði fyrir FH 0 – 1, leikið var í Reykjaneshöll.

Það verða því Keflavík/Njarðvík og FH sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í keppni B-liða en sá leikur fer fram á miðvikudaginn kemur en ekki er ljóst hvar sá leikur verður leikinn.