Nýjast á Local Suðurnes

Skráningarnúmer fjarlægð af óskoðuðum eða ótryggðum bílum

Nokkrir ökumenn hafa verið stöðvaðir af lögreglu fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar og reyndist einn þeirra að auki vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Sá neitaði að gefa sýni á lögreglustöð og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Þá hefur lögregla sektað marga fyrir að leggja ólöglega að undanförnu, en samkvæmt heilmildum Suðurnes.net munu mörg tilfellin vera tengd Nettómótinu í körfubolta sem fram fór um helgina, það hefur þó ekki fengist staðfest af lögreglu.

Fáeinir ökumenn óku án ökuréttinda í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og skráningarnúmer voru fjarlægð af þeim bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.