Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair ræður í fjölda starfa á KEF

Icelanda­ir hef­ur á síðustu mánuðum ráðið og end­ur­ráðið um 800 manns í takt við fjölg­un flug­ferða og til þess að búa sig und­ir auk­in um­svif í sum­ar.

Þetta seg­ir Elísa­bet Helga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðssviðs Icelanda­ir Group í sam­tali við Markaðinn, fylgi­rit Frétta­blaðsins. Spurð hver skipt­ing starf­anna sé seg­ir Elísa­bet að megnið af störf­un­um sem ráðið var í séu fram­leiðslu­tengd flug­störf, svo sem flugáhafn­ir og störf í flugaf­greiðslu á Kefla­vík­urflug­velli.