Nýjast á Local Suðurnes

Fáir nota endurskinsmerki

Könnun sem Slysavarnardeildin Dagbjörg í Reykjanesbæ gerði um notkun endurskinsmerkja fyrir utan einn af grunnskólum bæjarins sýnir að allt of fáir nota þetta nauðsynlega öryggistæki.

Niðurstöður könnunarinna sýna að 55% voru ekki með neitt endurskin og er það ansi hátt að mati deildarinnar. Í pistli um málið á Facebook-síðu sveitarinnar kemur fram að það eru fullorðnir sem eru að standa sig verst.