Nýjast á Local Suðurnes

Rýmri opnunartími fyrir þá sem vilja greiða atkvæði utan kjörfundar

Mögulegt er að greiða atkvæði vegna forsetakosninga utan kjörfundar hjá embætti Skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum, bæði í Reykjanesbæ og Grindavík, en hægt er að að greiða atkvæði utan hefðbundis opnunartíma.

Á skrifstofum embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík er opið virka daga frá 2. júní til 26. júní frá kl. 08:30 til 19:00 og laugardagana 6., 13., 20. og 27. júní frá kl. 10:00 til 14:00.

Í útibúi embættisins að Víkurbraut 25, Grindavík er opið dagana frá 22. júní til 26. júní frá kl. 08:30 til 18:00

Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra fer fram 22. til 25. júní nk. skv. nánari auglýsingu á viðkomandi stofnun.