Tíðindalítið við Grindavík
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en nóttin var nokkuð tíðindalítil.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Frá miðnætti hafa mælst um 40 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. Kl. 19:04 í gærvköldi mældist skjálfti af stærð 3,3 um 2 km. norðaustur af Grindavík.