Nýjast á Local Suðurnes

Liggur þungt haldinn á Landspítala eftir fall úr bifreið á ferð

Neyðarlínunni tilkynning, síðastliðið mánudagskvöld um að að maður hefði fallið út úr bifreið á ferð á Austurbraut á Ásbrú í Reykjanesbæ. Lögreglan á Suðurnesjum sinnti málinu ásamt sjúkraliði.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að þarna hafði kínverskur ríkisborgari, tæplega fertugur karlmaður, farið úr leigubifreið á ferð með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla höfuðáverka. Hann var fluttur á Landspítala í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Maðurinn var farþegi í leigubifreiðinni þegar slysið varð en bifreiðinni mun hafa verið ekið með um 40 km hraða á klst. Nánari tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samband hefur náðst við foreldra mannsins í Kína en hann liggur þungt haldinn og meðvitundarlaus á Landspítalanum.