Nýjast á Local Suðurnes

Tók skóna fram á ný og setti fimm mörk

GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk.

Greint var frá því á dögunum á heimasíðu Grindavíkurbæjar að Óli Baldur hafi úrvalsdeildarskóna á hilluna en kappinn er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.