Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til að grunnskólabörn í Reykjanesbæ fái frí námsgögn

Fræðsluráð leggur til að Reykjanesbær veiti öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Reykjanesbæjar nauðsynleg námsgögn frá og með næsta hausti.

Gjaldfrjáls námsgögn styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa staðfest aðild sína að og Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunun barna og styður það að öll börn njóti jafnræðis í námi.

Þá vakti Foreldrafélag grunnsólanna í Reykjanesbæ athygli fræðsluráðs á mikilvægi kennslu í skyndihjálp í grunnskólum. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að kanna hver staðan er í dag í kennslu í skyndihjálp í grunnskólum bæjarins og kynna það fyrir fræðsluráði þegar það liggur fyrir.