Nýjast á Local Suðurnes

Sport24 opnar í Reykjanesbæ

Íþróttavöruverslunin Sport24 mun á næstunni opna verslun við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Verslunin kemur í stað K-sport sem rekin var á sama stað.

Tvær verslanir eru reknar hér á landi undir merkjum Sport24, en um er að ræða svokallað outlet sem selur þekkt vörumerki á lægri verðum en gengur og gerist.