Nýjast á Local Suðurnes

Stikuðu þægilega gönguleið að gosinu

Félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hafa lokið við að stika gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadal. Gönguleiðin hefst við Suðurstrandarveg og í Facebook-færslu sveitarinnar segir að vel búið göngufólk geti farið hana á um einum og hálfum klukkutíma.

Síðdegis í gær fór tíu manna hópur björgunarsveitarmanna upp á Fagradalsfjall í aftakaveðri og stikaði þægilega gönguleið að gosinu fyrir þá sem vilja berja það augum.

„Nú er hægt að ganga stikaða slóð frá Suðurstrandavegi að gosstöðvunun á mjög þægilegan máta og tekur um eina og hálfa klukkustund fyrir vel búið fólk að ganga þá leið en hún er um 3.5 km eða 7 km fram og til baka,“ segir í færslu sveitarinnar.