Nýjast á Local Suðurnes

Körfukaffi á 17. júní í Njarðvík og Keflavík

Körfuknattleiksdeildir Njarðvíkur og Keflavíkur eru á fullu við að safna peningum fyrir átök komandi tímabils, enda ætla bæði sér stóra hluti í Dominos-deildinni.

Bæði félögin bjóða Suðurnesjamönnum að kíkja við í kaffi á þjóðhátíðardaginn, gegn vægu gjaldi, Njarðvíkingar í Njarðvíkurskóla á milli klukkan 13 og 17 og Keflvíkingar í Myllubakkakóla á sama tíma.

Samkvæmt Facebook-síðum félaganna bjóða þau bæði upp á bakkelsi á heimsmælikvarða, auk þess sem um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir bæði félögin og er fólk hvatt til að kíkja við og styrkja sitt lið.

Hér má finna upplýsingar um kaffihlaðborð Njarðvíkinga og Keflvíkinga.