Nýjast á Local Suðurnes

Appelsínugult í kortunum

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Gefnar hafa verið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir átta spásvæði sem taka gildi á morgun, mánudag.

Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Hún veldur vaxandi austanátt, 18-25 m/s síðdegis á morgun með snjókomu og éljum. Syðst á landinu verður enn hvassara fram á kvöld með talsverðri ofankomu.

Víða verður ekkert ferðaveður og hætta er á foktjóni. Nánar um viðvaranirnar og gildistíma þeirra: https://www.vedur.is/vidvaranir