Nýjast á Local Suðurnes

Milda áhrif hækkunar fasteignamats

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. júlí síðastliðinn að leggja áherslu á að í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 verði leitast við að milda áhrif hækkunar fasteigmats í gjaldskrám Suðurnesjabæjar með sama hætti og gert var fyrir árið 2019.

Heildarmat fasteigna á landinu hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári, en um er að ræða mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8%. Fasteignamatið byggir á upplýsingum úr þinglýstum kaupsamningum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verðmæti fasteigna.