Nýjast á Local Suðurnes

Helstu ráðgjafar Reykjanesbæjar gjaldþrota

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun, en fyrirtækið hefur rambað á barmi gjaldþrots í nokkurn tíma samkvæmt heimildum Vísis, sem greinir frá.

Capacent hefur verið einn helsti ráðgjafi Reykjanesbæjar varðandi sóknaráætlunina svokölluðu, sem kom sveitarfélaginu í gegnum afar erfiða stöðu í kjölfar bankahrunsins.

Þá var fyrirtækið, sem nú er á leið í þrot, ráðgefandi varðandi nær allar ráðningar í yfimannastöður hjá sveitarfélaginu, en margar ráðningarnar orkðu tvímælis þar sem heimamenn voru ekki ráðnir á kostnað utanbæjarmanna eins og viðrað  var að í pistili ritstjóra sem finna má hér.