Grímuskylda á læknavakt og slysadeild – Eitt smit greindist á Suðurnesjum
Tekin hefur verið upp grímuskylda á læknavakt og slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja vegna aukinna covid-19 smita í samfélaginu. Skjólstæðingar stofnunarinnar eru því vinsamlega beðnir um að mæta með grímu þegar stofnunin er heimsótt.
Mikill fjöldi smita hefur greinst á landinu undanfarna daga, en einungis eitt á Suðurnesjum og er sá einstaklingur í einangrun. Níu eru í sóttkví á Suðurnesjasvæðinu.