Nýjast á Local Suðurnes

Athugasemdir gerðar við starfshætti allra apóteka í Reykjanesbæ

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Athugasemdir voru gerðar við starfshætti allra apótekanna í Reykjanesbæ eftir eftirlitsferðir Neytendastofu um svæðið.

Í fyrstu heimsókn voru gerðar athugasemdir við starfshætti allra fimm apóteka og þeim fyrirmælum beint til þeirra að bæta verðmerkingar. Í kjölfarið var farið í aðra skoðun þar sem í ljós kom að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum, segir á vef stofnunarinnar.

Í kjölfar seinni skoðunarinnar taldi Neytendastofa tilefni til að sekta rekstraraðila Apótekarans í Keflavík, Reykjanesapóteks og Apóteks Suðurnesja um 50 þúsund krónur.

Var ýmist gerð athugasemd við að ákveðnar vörur væru óverðmerktar eða að verðmerkingar bak við afbreiðsluborð væru ekki nógu sýnilegar.