Nýjast á Local Suðurnes

Njarðarbraut lokuð vegna framkvæmda

Í dag, Fimmtudaginn 22. júlí, verður Njarðarbraut í Reykjanesbæ lokuð á milli Borgarvegar og Bolafóts/Sjávargötu vegna framkvæmda. Búast má við að lokunin muni standa fram eftir degi. Hjáleiðir verða merktar.

Best er að nota Sjávargötuna-Hafnarbraut til þess að komast í gegnum Njarðvíkurnar, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Akandi vegfarendum er bent á aka með varúð í gegnum íbúðagötur þar sem hámarkshraði er 30 km/klst.

Gert er svo ráð fyrir að loka sama vegkafla á Njarðarbraut mánudaginn 26. júli vegna vinnu við upplyfta gangbraut. Sú framkvæmd verður nánar auglýst síðar.