Nýjast á Local Suðurnes

Mygla í leiguíbúðum á Suðurnesjum: “Leigutak­inn loftaði ekki út. Þetta er hon­um að kenna”

Hæstaréttarlögmaðurinn Gunnar Ingi Jóhannsson rekur um þessar mundir mál gegn leigufélögum á Suðurnesjum vegna myglu í leiguhúsnæði á svæðinu. Gunnar Ingi sagði í samtali við Suðurnes.net að aðallega væri um að ræða mál, sem líklega fer fyrir dóm á næstunni, vegna íbúðar á Ásbrú, sem nú eru í eigu stærsta leigufélags landsins, Heimavalla, auk þess sem úrskurðað verði í máli sem Gunnar Ingi rekur gegn Nesvöllum leigufélagi a næstu vikum.

Að sögn Gunnars Inga snúast flest mál af þessu tagi um hver á að bera ábyrgð á hreins­un bú­slóðar í eigu leigu­taka. Leigu­fé­lög­in bera það í flest­um til­fell­um fyr­ir sig að mygl­an hafi mynd­ast á leigu­tím­an­um og sé því til­kom­in vegna um­gengni leigu­taka um hús­næðið. Gunnar Ingi segir málin, í flestum tilfellum ekki snúast um háar fjárhæðir, en að áðurnefndir hópar séu ekki í stakk búnir til að fara í dómsmál vegna þessa.

„Það eru alls ekki all­ir leigj­end­ur, sér­stak­lega ekki skjól­stæðing­ar Fé­lags­bú­staða eða náms­menn á Ásbrú, sem eru í stakk bún­ir til að fara í dóms­mál og kaupa dýr­ar mats­gerðir til að fá úr svona mál­um skorið.“ Segir Gunnar Ingi.

„Þessi mál snú­ast ekki um háar fjár­hæðir en það er dýrt fyr­ir fólk að missa bú­slóðina sína,“ seg­ir Gunn­ar og bend­ir á að áður­nefnd­ir hóp­ar séu sér­stak­lega viðkvæm­ir hvað þetta varðar.

Gunn­ar flutti fyrsta málið fyr­ir Hæsta­rétti þar sem dóm­ur féll leigu­tök­um í vil fyrir um tveimur árum síðan og fall­ist var á ábyrgð leigu­sala vegna myglu. Leigu­fé­lag­inu bar því að greiða 625 þúsund krónur í skaðabæt­ur vegna van­rækslu og tæplega 600 þúsund krónur í hreinsun á búslóð. Um var að ræða íbúð á veg­um leigu­fé­lags­ins á Ásbrú, sem nú er í eigu Heimavalla og leig­ir meðal annars náms­mönn­um íbúðir á lægra verði en á al­menn­um markaði.

Niðurstöðu að vænta í máli gegn Nesvöllum leigufélagi

Gunn­ar Ingi er nú lögmaður ein­stak­lings í öðru sam­bæri­legu máli sem tók íbúð á leigu hjá leigu­fé­lagi í Reykja­nes­bæ, Nesvöllum leigufélagi, sem er með tugi íbúða á sín­um snær­um. Gunnar Ingi sagði í samtali við Suðurnes.net að niðurstöðu í því máli væri að vænta á næstu vikum.

„Það ligg­ur fyr­ir að þær íbúðir voru haldn­ar ýms­um bygg­ing­ar­göll­um og það er deilt um hvort þeir skipti ein­hverju máli. Hann gerði fyrst at­huga­semd­ir 2015 og þá var komið og þrifið. Árið 2016 kallaði hann til heil­brigðis­eft­ir­litið sem sagðist ekki geta mælt með því að nokk­ur maður hefðist við í þess­ari íbúð, sem hann leigði. Þarna var veru­legt vanda­mál á ferðinni, en rök leigu­sal­ans voru að þetta væri bara því að kenna að leigutak­inn loftaði ekki út. Þetta væri hon­um að kenna.“ Sagði Gunnar Ingi við mbl.is vegna þess máls.

Dóm­kvadd­ur matsmaður komst að þeirri niður­stöðu að or­sök mygl­unn­ar væri hátt raka­stig og að mygla myndaðist í öll­um kulda­brúm í íbúðinni. Í öll­um kverk­um, í horn­um og loft­um. Sem ger­ist vegna þess hvernig húsið er byggt og eina leiðin til að sporna við vanda­mál­inu er að hafa glugga alltaf opna, að sögn Gunn­ars.

„Ef því er haldið fram að leigutaki lofti ekki nógu vel út í hús­næði á veg­um leigu­fé­laga, þá er það ákveðið vanda­mál sem teng­ist eign­inni og ber að upp­lýsa leigu­tak­ann um.“

Mjög erfitt að sanna að sveppurinn hafi verið til staðar í upphafi

Gunn­ar seg­ir þessi mál mjög erfið að því leyt­inu að það þarf alltaf að sýna fram á að leigu­sal­inn hafi sýnt af sér sak­næma hátt­semi.

„Það er mjög erfitt að sanna að svepp­ur­inn hafi verið til staðar í upp­hafi leigu­tím­ans eða að leigu­sali hafi ekki brugðist rétt við. Í húsa­leigu­lög­um er svo gerð krafa um góða um­gengni af hálfu leigu­taka þannig það er spurn­ing hvort það telst til slæmr­ar um­gengni að lofta ekki nógu vel út. Það þarf klár­lega að bæta rétt­ar­stöðu leigj­enda svona mál­um, enda virðist þetta vera um­tals­vert vanda­mál,“ seg­ir Gunn­ar.